Kyle Walker hefur tjáð sig um þá gagnrýni sem hann hefur fengið undanfarin tvö ár en varnarmaðurinn er ansi umdeildur.
Walker hélt framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, allavega tvisvar og eignaðist tvö börn með konu að nafni Lauryn Goodman.
Walker er í dag leikmaður Burnley á Englandi en hann kvaddi Manchester City í sumar og tók að sér nýtt verkefni.
Englendingurinn hefur þurft að glíma við gríðarlega athygli á slæman hátt undanfarin ár og átti um tíma erfitt með að einbeita sér að fótboltanum.
Hann segist vera þakklátur körfuboltamanninum Dennis Rodman sem lenti sjálfur í alls konar vandræðum á sínum tíma sem leikmaður.
,,Það var Dennis Rodman sem sagði eitthvað sem ég hef oft hugsað um og það var að hann væri í raun að spila körfubolta frítt,“ sagði Walker.
,,Það sem maður heyrir utan vallar er oft ömurlegt og það er það sem þú færð borgað fyrir. Því betur sem þér gengur því meiri gagnrýni færðu.“
,,Þetta endar með því að þú ert í þínum eigin kassa, því meira sem þú gerir því meira er fjallað um þig og þitt einkalíf.“