Marc Cucurella hefur staðfest það að hann sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea.
Cucurella er mikilvægur hlekkur í liði Chelsea en hann leikur sem vinstri bakvörður fyrir félagið.
Eftir 5-1 sigur á West Ham á föstudag þá staðfesti Spánverjinn að það væri búið að semja um framlengingu á samningnum.
,,Já þetta er klárt. Við erum búnir að klára allt saman,“ sagði Cucurella við BBC Sport.
,,Ég er mjög ánægður, félagið gaf mér sjálfstraust og ég er svo ánægður með að vera hér í dag. Vonandi verður árið frábært.“