Guðlaugur Victor Pálsson er ekki lengur leikmaður Plymouth á Englandi en þetta var staðfest í dag.
Guðlaugur greinir sjálfur frá en hann ákvað að rifta samningi sín við félagið sem er í C deild á Englandi.
Landsliðsmaðurinn er á leið til Danmerkur en hann mun þar gera samning við Horsens í næst efstu deild.
Miðjumaðurinn kom til Plymouth á síðasta ári en hann hefur flakkað nokkuð mikið á milli liða síðustu árin.
Frá árinu 2021 hefur Guðlaugur spilað fyrir fimm mismunandi lið og eru þau nú að verða sex.