Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er þakklátur yfirmönnum sínum og segir að þeir séu ástæðan fyrir því að hann sé enn í starfi sem stjóri félagsins í dag.
Guardiola á gott samband við stjórn og eigendur City en er á því máli að hjá öðru félagi hefði hann mögulega fengið sparkið eftir síðasta tímabil.
City átti ekki sitt besta tímabil síðasta vetur og byrjar ekki of vel í vetur eftir 0-2 tap heima gegn Tottenham í gær.
,,Ég er ánægður með að vera hér ennþá eftir slakt tímabil. Ef ég væri ekki með þennan stjórnarformann og þennan yfirmann knattspyrnumála þá hefði ég verið rekinn,“ sagði Guardiola.
,,Úrslitin voru gríðarlega slæm en nú erum við að hefja nýtt tímabil. Við höfum fengið inn sex eða sjö nýja leikmenn síðan í desember en fótboltinn snýst um að vinna eða tapa.“
,,Næsti kafli er þetta tímabil og enginn veit hvað mun gerast. Við erum allir með vilja til að gera vel.“