Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur komið sænska landsliðsmanninum Viktor Gyokores til varnar.
Gyokores var mikið gagnrýndur um síðustu helgi en hann var ekki heillandi í 1-0 sigri á Manchester United.
Þetta var aðeins fyrsti leikur Gyokores í efstu deild á Englandi og segir Petir að framherjinn muni þurfa tíma til að komast í gang.
Svíinn svaraði þó vel fyrir sig í gær og skoraði tvennu í 5-0 sigri á Leeds á Emirates.
,,Þetta var bara hans fyrsti leikur… Gefið stráknum tíma. Ég man vel eftir því þegar ég samdi fyrst á Englandi,“ sagði Petit.
,,Það tók mig nokkrar vikur að aðlagast enska fótboltanum og átta mig á hvernig liðsfélagarnir spiluðu og hreyfðu sig.“
,,Þessi gaur var að spila í Portúgal þar sem Sporting var yfirburðar félag. Þeir voru alltaf með boltann og það var alltaf leitað til hans.“