fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur sagt ansi skondna sögu af félaga sínum Dimitar Berbatov en þeir léku saman með Manchester United á sínum tíma.

Rooney og hans félagar ferðuðust til Japan til að spila á HM félagsliða stuttu eftir að hafa leikið við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Sjúkraþjálfari United á þeim tíma stakk upp á ansi áhugaverðri hugmynd að leikmenn myndu vak alla nótt eftir leikinn við Tottenham og svo sofa í flugvélinni á leið til Japan.

Það endaði illa fyrir Berbatov sem varð veikur í vélinni eftir djamm um nóttina og gat ekkert spilað á mótinu.

,,Staðan var erfið áður en við ferðuðumst til Japan og spiluðum við Tottenham á útivelli í úrvalsdeildinni – við áttum flug frá London degi seinna,“ sagði Rooney.

,,Sjúkraþjálfarinn kom með þá hugmynd að við myndum vaka alla nóttina og svo sofa í flugvélinni og að það væri betra fyrir líkamsklukkuna.“

,,Við enduðum á því að skemmta okkur í London til að halda vöku. Það er erfitt að sofa í flugvél en Berbatov endaði á því að verða veikur og gat ekki tekið þátt á HM. Við náðum þó að vinna sem var frábær tilfinning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026