Wayne Rooney hefur sagt ansi skondna sögu af félaga sínum Dimitar Berbatov en þeir léku saman með Manchester United á sínum tíma.
Rooney og hans félagar ferðuðust til Japan til að spila á HM félagsliða stuttu eftir að hafa leikið við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Sjúkraþjálfari United á þeim tíma stakk upp á ansi áhugaverðri hugmynd að leikmenn myndu vak alla nótt eftir leikinn við Tottenham og svo sofa í flugvélinni á leið til Japan.
Það endaði illa fyrir Berbatov sem varð veikur í vélinni eftir djamm um nóttina og gat ekkert spilað á mótinu.
,,Staðan var erfið áður en við ferðuðumst til Japan og spiluðum við Tottenham á útivelli í úrvalsdeildinni – við áttum flug frá London degi seinna,“ sagði Rooney.
,,Sjúkraþjálfarinn kom með þá hugmynd að við myndum vaka alla nóttina og svo sofa í flugvélinni og að það væri betra fyrir líkamsklukkuna.“
,,Við enduðum á því að skemmta okkur í London til að halda vöku. Það er erfitt að sofa í flugvél en Berbatov endaði á því að verða veikur og gat ekki tekið þátt á HM. Við náðum þó að vinna sem var frábær tilfinning.“