Morgan Rogers hefur gefið sterklega í skyn að hann sé ekki á förum frá Aston Villa í sumarglugganum.
Um er að ræða einn allra mikilvægasta leikmann Villa sem hefur verið orðaður við bæði Tottenham og Chelsea.
Englendingurinn segist vera ánægður hjá sínu félagi og er ekki að leitast eftir því að komast annað.
,,Ég er ánægður hér hjá Aston Villa. Ég elska fótbolta og ég elska ekkert meira en að komast inn á völlinn og spila, það er það sem ég fæ að gera,“ sagði Rogers.
,,Það er ekkert annað sem ég er að hugsa um. Ég get ekki spáð fyrir um næstu 12 mánuðina eða framtíðina en þetta snýst bara um að njóta þess að spila fótbolta og sýna hvað ég get gert.“