fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. ágúst 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuel Neuer gæti staðið í marki Þýskalands á HM á næsta ári en þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum.

Bild greinir frá því að Rudi Voller, yfirmaður fótboltamála í Þýskalandi, hafi sett sig í samband við Neuer.

Neuer er 39 ára gamall markvörður Bayern Munchen en hann lagði landsliðshanskana á hilluna eftir EM 2024.

Marc Andre ter Stegen átti að standa í marki Þýskalands næsta sumar en framtíð hans er mjög óljós.

Ter Stegen verður ekki aðalmarkvörður Barcelona í vetur og mun því ekki byrja á HM ef staðan breytist ekki.

Neuer er opinn fyrir því að snúa aftur að sögn Bild en hann hefur spilað 124 landsleiki á sínum ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“