Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að félagið hafi lent í erfiðleikum með miðjumanninn Kobbie Mainoo.
Mainoo hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning við United en hann er talinn biðja um gríðarlega há laun þrátt fyrir að vera 20 ára gamall.
Englendingurinn fékk engar mínútur í fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal og var allan tímann á varamannabekknum.
,,Við höfum lent í vandræðum í þessu máli en við spilum með tvo miðjumenn og stundum tengist liðsvalið taktíkinni og sérstaklega þegar kemur að ungum leikmönnum,“ sagði Amorim.
,,Það eru margir leikir spilaðir á tímabili í dag og hlutirnir munu breytast en hann er ennþá hérna og er að leggja sig fram. Hann er einn af þeim möguleikum sem við erum með.“