Breiðablik getur stigið stórt skref í kvöld að átt að 440 millljónum króna. Karlalið Breiðabliks mætir Virtus í undankeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 18:00.
Seinni leikur liðanna fer fram í San Marínó 28. ágúst. Liðið sem vinnur einvígið kemst í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Fyrir að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fást um 440 milljónir í kassann, þessu náðu Blikar fyrir tveimur árum og Víkingar gerðu slíkt hið sama í fyrra.
Fyrir hvern sigur í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar fást svo 55 milljónir króna.