Real Betis vinnur nú að ýmsum fjármálalegum útfærslum til að reyna að ná samkomulagi við Manchester United um kaup á sóknarmanninum Antony.
Antony var öflugur fyrir Betis seinni hluta síðustu leiktíð þegar hann kom á láni.
Meðal annars er verið að skoða möguleika þar sem stór hluti kaupverðsins byggist á árangurstengdum greiðslum.
Manchester United vill helst selja leikmanninn beint, en þar sem aðeins 12 dagar eru eftir af félagaskiptaglugganum og leikmaðurinn hefur áhuga á að snúa aftur til Betis er ekki útilokað að hann fari aftur á láni.
Antony lék í treyju númer 7 hjá Betis á lánstíma sínum á síðasta tímabili. Númer 7 er enn laust fyrir komandi tímabil.