Roma hefur ekki gefist upp á því að semja við Manchester United um kaup á enska kantmanninum Jadon Sancho.
Gian Piero Gasperini stjóri liðsins er helsti hvatamaður mögulegs samnings, hann er mikill aðdáandi leikmannsins.
Roma hefur lagt fram tilboð upp á 20 milljónir punda, sem Manchester United myndi samþykkja í meginatriðum. Líkt og í tilvikinu með Rasmus Højlund mun lokaákvörðunin hins vegar hvíla hjá leikmanninum sjálfum.
Eins og staðan er núna vill Sancho kanna aðra möguleika áður en hann tekur ákvörðun. Sancho hefur ekki viljað fara til Roma sem myndi lækka laun hans hressilega.
Besiktas og Borussia Dortmund eru meðal þeirra félaga sem fylgjast náið með stöðu hans.