Jack Wilshere, fyrrum leikmaður Arsenal, er nú orðaður við endurkomu til félagsins.
Eftir leikmannaferilinn tók Wilshere við U-18 ára liði Arsenal en yfirgaf hann félagið í fyrra og fór í teymi aðalliðs Norwich í ensku B-deildinni.
Wilshere var þá aðalþjálfari Norwich til bráðabirgða í vor en yfirgaf hann félagið í sumar eftir komu Liam Manning í stöðu aðalþjálfara.
BBC segir nú að Arsenal hafi áhuga á að ráða Wilshere í stöðu þjálfara U-21 árs liðsins, en hún er laus eftir að Mehmet Ali fór og tók við stöðu í teymi aðalliðs Brentford.
Wilshere er 33 ára gamall og skoðar hann nú sín næstu skref.