Thomas Partey hefur verið veitt lausn gegn tryggingu, en hann er ákærður fyrir fimm nauðganir og eitt kynferðisbrot.
Þessi fyrrum leikmaður Arsenal á að hafa framið brot sín 2021 og 2022. Hann mætti fyrir rétt í London í morgun. Hann er laus gegn tryggingu en á að mæta fyrir rétt næst 2. september.
Partey var hjá Arsenal í fimm ár, en hann yfirgaf félagið fyrr í sumar. Nú er hann nálægt því að semja við Villarreal. Er talið að hann muni gera það nú í kjölfar þess að hafa mætt fyrir rétt.
Partey neitar allri sök og var haft eftir lögmanni hans að hann hlakkaði til að hreinsa nafn kappans.