fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Maðurinn sem mætir aldrei í viðtöl lét óvænt sjá sig – ,,Fólk verður þakklátt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Levy mætti óvænt í viðtal við the Overlap á dögunum en hann sér um allt og alla hjá Tottenham á Englandi.

Levy er lítið fyrir það að tjá sig í fjölmiðlum en ákvað að ræða við Gary Neville um sína stöðu og það sem er í gangi hjá enska félaginu.

Levy er ekki vinsæll á meðal allra stuðningsmanna Tottenham en hann hefur þó gert nokkuð fína hluti sem einn af eigendum félagsins síðustu ár.

Hann telur að sumir séu óþakklátir í dag en að þeirra skoðun muni mögulega breytast er hann yfirgefur félagið.

Tottenham er búið að byggja stórglæsilegan heimavöll þökk sé Levy og öðrum á bakvið tjöldin sem er einn sá fallegasti í Evrópu.

Levy mætir í raun aldrei í viðtöl til að tala um sig eða félagið og fékk Gary Neville sérstakt tækifæri til að spyrja hann nokkra spurninga.

,,Ég held að ég sé í þannig stöðu að þegar ég fer þá verður fólk þakklátt fyrir það sem ég hef gert fyrir félagið,“ sagði Levy.

,,Þegar þú kemur hingað og sérð þennan magnaða heimavöll sem önnur félög eru að reyna að herma eftir, það er merki þess að við höfum gert eitthvað djarft og rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp