Landsliðskonan Natasha Anasi, sem er á mála hjá Val, er með slitið aftara krossband og spilar ekki meira á árinu.
Þetta staðfesti Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net. Natasha meiddist gegn FHL í fyrsta leik eftir EM-pásu.
Natasha var með íslenska landsliðinu á EM í Sviss en kom ekki við sögu í neinum af þremur leikjum liðsins á mótinu.
Valur hefur verið í miklum vandræðum í Bestu deildinni á leiktíðinni. Liðið tapaði 0-3 gegn Breiðabliki í gær og er aðeins 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið.