U21 karla mætir Egyptalandi og Kólombíu í júní í æfingaleikjum.
Leikirnir fara báðir fram í Kaíró í Egyptalandi en nákvæmir leikstaðir hafa ekki verið staðfestir.
Ísland mætir Egyptalandi 6. júní og Kólombíu 9. júní.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir þessum þjóðum í þessum aldursflokki.