Atli Guðnason einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi segir að Heimir Guðjónsson sé rétti maðurinn til að stýra FH núna.
Atli ræddi málið í Dr. Football í gær en hann er ekki viss um að Heimir sé maðurinn sem FH þarf til framtíðar.
„Ég myndi halda að það væri styrkur að hafa hann núna, stöðugleiki er það sem þarf,“ sagði Atli um sitt gamla félag.
FH hefur verið að reyna að byggja upp nýtt lið eftir nokkur erfið ár og er sú vinna enn í gangi. Atli veit ekki hvort hans gamli þjálfari eigi að vera þarna í mörg ár.
„Hvort sem það sé til lengri tíma, ég er ekkert viss um það. Það er önnur spurning, þegar við erum í ólgusjó er gott að hafa mann með reynslu sem heldur þessu á floti.“
„Alltaf gert það samt, grunnatriðin sem hann talar alltaf um áður en við byrjum á hinu.“