fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deildina – 4. sæti: Jökull haldið spilunum þétt að sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. apríl 2025 20:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun og við höldum áfram að birta spá 433.is fyrir mótið.

Það er komið að fjórða sætinu, en þar spáum við Stjörnunni. Er það sama sæti og liðið hafnaði í á síðustu leiktíð. Garðbæingar hafa fengið til sín öfluga leikmenn í vetur og þrátt fyrir að vera ekki mjög sannfærandi í Lengjubikarnum er spenna fyrir tímabilinu.

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Hrafnkell Freyr Ágústson, séfrfræðingur um Bestu deildina, hefur eftirfarandi að segja um Stjörnuna:

4. sæti: StjarnanMér finnst þeir vera svolítið spurningamerki. Jökull Elísabetarson þjálfari er nú ekki þekktur fyrir að vera að spá mikið í úrslit á undirbúningstímabili og stillir sjaldan upp sama liði tvo leiki í röð. Þeir hafa misst töluverða reynslu út og verður fróðlegt að sjá hverjir taka við keflinu sem leiðtogar. Svo er gríðarlegur missir af Óla Val, sem fór í Blika. Adolf Daði, Haukur Brink, Benedikt Waren, það er fullt af leikmönnum sem geta stigið inn í þetta hlutverk og gripið það. Ég er mjög spenntur fyrir að sjá Emil Atlason og Andra Rúnar saman frammi í þau skipti sem það gerist.

Lykilmaðurinn: Emil AtlasonÞetta er engin spurning. 

Þarf að stíga upp: Alex Þór HaukssonHann var ekki góður í KR í fyrra, er kominn heim og þarf að standa fyrir sínu.

Alex Þór Hauksson. Mynd: Stjarnan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te