fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Aron Einar nánast útilokar það að spila með Þór á Íslandi í sumar

433
Þriðjudaginn 18. mars 2025 16:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrrum fyrirliði Íslands í fótbolta segist ekki stefna á það að spila með Þór í Lengjudeildinni. Frá þessu segir hann við Fótbolta.net.

Aron Einar gekk í raðir uppeldisfélagsins síðasta sumar og lék nokkra leiki, hafa forráðamenn Þórs vonast eftir endurkomu Arons í sumar.

Svo virðist sem fyrirliðinn hafi hug á því að spila áfram í Katar en hann er leikmaður Al-Gharafa þar í landi.

„Við sjáum hvernig staðan þróast. Ég skynja að það sé verið að breyta reglum í Katar og fjölga erlendum leikmönnum. Leiðinlega staðan núna er að geta ekki spilað í deildinni vegna útlendingakvóta en spila í Meistaradeild Asíu. Þeir ætla vonandi að breyta reglunum því það eykur mína möguleika. Ég stefni á að vera áfram úti, ég ætla ekki heim í sumar,“ sagði Aron við Fótbolta.net.

Hann segir planið vera að koma ekki heim í sumar. „Eins og staðan er í dag er það ekki planið. Það getur breyst eins og allt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf