fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 17:30

Sigfús Sigurðsson rekur fiskbúð Fúsa í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakar æfingar fyrir varnarmenn hjá Knattspyrnusambandi Íslands hafa verið í umræðunni undanfarið. Það er nú kallað eftir því að Handknattleikssamandið taki upp svipaðar æfingar.

Mikið hefur verið talað um skort á miðvörðum og að varnarleikurinn sé vandamál hjá karlalandsliði Íslands í knattspyrnu. KSÍ brást við þessu, eins og fyrr segir.

Það vantar miðverði í A-landslið karla í fótbolta. Hvað gerir KSÍ? Kemur upp sérstökum varnaræfingum fyrir efnilega varnarmenn. Það gæti skilað miðvörðum í landsliðið á næstu árum. Þetta mætti HSÍ líka gera með línumenn og búa markvisst til menn sem hjálpa okkur þar eftir 2-6 ár.

Þessu veltir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, upp í færslu á X í dag. Handboltagoðsögnin Sigfús Sigurðsson benti honum á að HSÍ hafi eitt sinn verið með æfingar í þessum dúr.

„Það var prógram hjá HSÍ sem hét Stórir Strákar sem var svo blásið af eftir 1 1/2- 2 ár. Óskiljanlegt og þar að auki þá var ekki verið að nýta reynslu okkar stóru strákana sem kunnum línustöðuna og vorum með þeim betri í heiminum í varnaleik. Skandall hjá HSÍ því miður,“ skrifar Sigfús harðorður.

Þessu þarf að koma á fót aftur strax ef við ætlum að hugsa vel til framtíðar, svarar Þorkell þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“