fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Sigfús ómyrkur í máli – Segir þetta „Skandal“ og „Óskiljanlegt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 17:30

Sigfús Sigurðsson rekur fiskbúð Fúsa í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakar æfingar fyrir varnarmenn hjá Knattspyrnusambandi Íslands hafa verið í umræðunni undanfarið. Það er nú kallað eftir því að Handknattleikssamandið taki upp svipaðar æfingar.

Mikið hefur verið talað um skort á miðvörðum og að varnarleikurinn sé vandamál hjá karlalandsliði Íslands í knattspyrnu. KSÍ brást við þessu, eins og fyrr segir.

Það vantar miðverði í A-landslið karla í fótbolta. Hvað gerir KSÍ? Kemur upp sérstökum varnaræfingum fyrir efnilega varnarmenn. Það gæti skilað miðvörðum í landsliðið á næstu árum. Þetta mætti HSÍ líka gera með línumenn og búa markvisst til menn sem hjálpa okkur þar eftir 2-6 ár.

Þessu veltir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, upp í færslu á X í dag. Handboltagoðsögnin Sigfús Sigurðsson benti honum á að HSÍ hafi eitt sinn verið með æfingar í þessum dúr.

„Það var prógram hjá HSÍ sem hét Stórir Strákar sem var svo blásið af eftir 1 1/2- 2 ár. Óskiljanlegt og þar að auki þá var ekki verið að nýta reynslu okkar stóru strákana sem kunnum línustöðuna og vorum með þeim betri í heiminum í varnaleik. Skandall hjá HSÍ því miður,“ skrifar Sigfús harðorður.

Þessu þarf að koma á fót aftur strax ef við ætlum að hugsa vel til framtíðar, svarar Þorkell þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhannes Karl er maðurinn sem neitaði að mæta í landsleik hjá Óla Jó vegna barnaafmælis

Jóhannes Karl er maðurinn sem neitaði að mæta í landsleik hjá Óla Jó vegna barnaafmælis
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert Guðmundsson hetja FIorentina í mikilvægum sigri

Albert Guðmundsson hetja FIorentina í mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

Paul Pogba fer í áhugaverða fjárfestingu í Sádí Arabíu

Paul Pogba fer í áhugaverða fjárfestingu í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta staðfestir að meiðslin séu alvarlegri en talið var í fyrstu

Arteta staðfestir að meiðslin séu alvarlegri en talið var í fyrstu