fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins galið og það kann að hljóma þá var James McClean, leikmaður Wrexham, í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið gegn Birmingham í vikunni.

Um var að ræða leik í þriðju efstu deild Englands en McClean hafði lent í bílslysi aðeins um 36 klukkutímum áður en flautað var til leiks.

McClean er þekktur fyrir það að vera mikill harðhaus og er afskaplega skapmikill inni á velli en hann var lengi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.

Sem betur fer þá slapp McClean nokkuð vel úr þessum árekstri en Phil Parkinson, stjóri liðsins, bjóst ekki við þeim írska í þessari viðureign sem lauk með 1-1 jafntefli.

,,Kvöldið í kvöld lýsir Jimmy. Klukkan níu um morguninn fáum við símtal þar sem okkur er sagt frá því að hann hafi lent í bílslysi og að hann megi ekki yfirgefa staðinn þar til lögreglan mætir á staðinn,“ sagði Parkinson.

,,Hann þarf svo á læknisaðstoð að halda og hittir lækni félagsins. Við vorum búnir að útiloka hann í leiknum gegn Birmingham.“

,,Þegar liðsfundurinn er hálfnaður þá labbar hann inn með takkaskóna á öxlunum og segir að allt verði í lagi. Hann æfði eðlilega á miðvikudaginn. Þetta er týpískur Jimmy, það fylgir honum engin dramatík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhannes Karl er maðurinn sem neitaði að mæta í landsleik hjá Óla Jó vegna barnaafmælis

Jóhannes Karl er maðurinn sem neitaði að mæta í landsleik hjá Óla Jó vegna barnaafmælis
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert Guðmundsson hetja FIorentina í mikilvægum sigri

Albert Guðmundsson hetja FIorentina í mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

Paul Pogba fer í áhugaverða fjárfestingu í Sádí Arabíu

Paul Pogba fer í áhugaverða fjárfestingu í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta staðfestir að meiðslin séu alvarlegri en talið var í fyrstu

Arteta staðfestir að meiðslin séu alvarlegri en talið var í fyrstu