fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins galið og það kann að hljóma þá var James McClean, leikmaður Wrexham, í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið gegn Birmingham í vikunni.

Um var að ræða leik í þriðju efstu deild Englands en McClean hafði lent í bílslysi aðeins um 36 klukkutímum áður en flautað var til leiks.

McClean er þekktur fyrir það að vera mikill harðhaus og er afskaplega skapmikill inni á velli en hann var lengi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.

Sem betur fer þá slapp McClean nokkuð vel úr þessum árekstri en Phil Parkinson, stjóri liðsins, bjóst ekki við þeim írska í þessari viðureign sem lauk með 1-1 jafntefli.

,,Kvöldið í kvöld lýsir Jimmy. Klukkan níu um morguninn fáum við símtal þar sem okkur er sagt frá því að hann hafi lent í bílslysi og að hann megi ekki yfirgefa staðinn þar til lögreglan mætir á staðinn,“ sagði Parkinson.

,,Hann þarf svo á læknisaðstoð að halda og hittir lækni félagsins. Við vorum búnir að útiloka hann í leiknum gegn Birmingham.“

,,Þegar liðsfundurinn er hálfnaður þá labbar hann inn með takkaskóna á öxlunum og segir að allt verði í lagi. Hann æfði eðlilega á miðvikudaginn. Þetta er týpískur Jimmy, það fylgir honum engin dramatík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið