fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Heppinn að vera ekki blindur eftir óhugnanlega árás: Opnaði dyrnar og fékk sýru í andlitið – ,,Hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. janúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yoane Wissa hefur tjáð sig um gríðarlega óhugnanlegt atvik sem gerðist árið 2021 er hann var leikmaður Lorient í Frakklandi.

Wissa er 28 ára gamall sóknarmaður og spilar með Brentford en ráðist var á hann á heimili sínu nokkrum dögum áður en hann hélt til Englands.

Kona sem er kölluð ‘Laetita P’ er í varðhaldi lögreglu fyrir þessa árás en hún gæti átt yfir höfði sér 30 ár á bakvið lás og slá.

Wissa opnaði dyrnar heima hjá sér til að gefa konunni eiginhandaráritun áður en hún kastaði sýru í andlit leikmannsins sem hefði auðveldlega getað misst sjónina.

Sem betur fer þá náði Wissa að jafna sig og var konan handtekin en hún er einni ásökuð um að hafa reynt að ræna barni leikmannsins.

,,Ég opnaði dyrnar og fékk vökva í andlitið. Ég öskraði hátt og gat ekki andað,“ sagði Wissa um það sem átti sér stað.

,,Eiginkona mín hringdi í neyðarlínuna og þau sögðu mér að fara undir sturtuna og skola augun“

,,Á spítalanum þá var mér tjáð að augun væru illa farin. Einhver þurfti að koma og hreinsa þau á klukkutíma fresti.“

,,Þetta var algjör martröð. Ég verð hræddur í hvert skipti sem ég heyri hljóð og það eina sem hélt mér gangandi er að börnin okkar eru óhullt.“

,,Ég þurfti að gangast undir aðgerð á báðum augum og læknirinn sagði við mig að ég þyrfti að nota augndropa allt mitt líf. Það tók sex mánuði fyrir mig að sjá eðlilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle

England: Tíu Chelsea-menn áttu ekkert í Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið

Tveir sterkustu mennirnir slógust fyrir framan myndavélina: Yfirmaðurinn sagður vera brjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“

Einn sá virtasti viðurkennir risastór mistök: Vonaði að stórstjarnan myndi bjarga sér – ,,Ég bjóst ekki við brjálæðinu sem fylgdi“
433Sport
Í gær

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“