Antonio Conte, stjóri Napoli, segir að margir leikmenn vilji ekki koma til félagsins í þessum sumarglugga.
Napoli hefur reynt að styrkja sig á markaðnum í sumar og hefur fengið alls fjóra leikmenn og þar á meðal Leonardo Spinazzola.
Napoli er þó með leikmenn á himinháum launum í sínum bókum eins og Victor Osimhen sem er orðaður við brottför.
Conte segir að Napoli þurfi að glíma við ákveðið launaþak og er erfitt að semja við stærri nöfn þar sem liðið er ekki í Evrópukeppni í vetur.
,,Ég vissi hvernig staðan var áður en ég kom og varðandi markaðinn þá getum við bara borgað ákveðið há laun,“ sagði Conte.
,,Það eru margir leikmenn sem vilja ekki koma hingað því við erum ekki í Evrópukeppni. Ég vil það besta fyrir Napoli og vil styrkja leikmannahópinn því við þurfum á því að halda.“
,,Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni.“