Það eru margir sem eru byrjaðir að kannast við nafnið Endrick en um er að ræða einn allra efnilegasta leikmann heims.
Endrick hefur gert samning við Real Madrid en hann á kærustu sem ber nafnið Gabriely Miranda sem færri kannast við.
Endrick er aðeins 17 ára gamall en Gabriely er fjórum árum eldri og er samband þeirra ansi þekkt í heimlandinu, Brasilíu.
Fyrir utan það að spila fótbolta þá elskar Endrick fátt meira en tölvuleiki og þá sérstaklega tölvuleikinn Grand Theft Auto 5.
Endrick tekur þátt í einhvers konar hlutverkaleik í þeim tölvuleik eða ‘role play’ sem hefur margoft farið í taugarnar á kærustu hans.
Hún hefur bannað Endrick að eignast kærustu í tölvuleiknum en hún greinir sjálf frá þessu í viðtali í heimalandinu.
,,Aldrei, aldrei! Ég myndi aldrei samþykkja það,“ sagði Gabriely spurð út í hvort Endrick mætti eignast kærustu í tölvuleiknum.
Ansi áhugavert allt saman en parið er talið vera hamingjusamt og hafa verið saman í um eitt ár.