Það var boðið upp á nýjungar fyrir áhorfendur heima í stofu á úrslitaleik danska bikarsins í gær.
Silkeborg og AGF mættust þá í Kaupmannahöfn og vann fyrrnefnda liðið 1-0 sigur. Íslendingar eru í báðum liðum, Stefán Teitur Þórðarson í Silkeborg og Mikael Neville Anderson í AGF.
Áhorfendum sem horfðu á leikinn í sjónvarpi bauðst að sjá hann í sérstakri stillingu sem minnti helst á tölvuleik. Það mátti sjá nöfn leikmanna fyrir ofan þá og kort með staðsetningu leikmanna.
Einnig mátti sjá tölfræði, eins og hraða skota og þess háttar.
Hér að neðan má sjá dæmi um hvernig þetta leit allt saman út í gær.
Danish TV did the Cup Final in Manager mode !!!
I am not making this up ! it is actually called Manager mode !!!!
It's the first time i have seen this ! Do you like it ????#footballmanager #football #UEFA pic.twitter.com/huEMsfNjPT— Mikkel Enemark (@Enemark79) May 9, 2024