fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 09:00

Tryggi Hrafn. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur valdið vonbrigðum í upphafi móts í Bestu deild karla. Í gær fékk liðið á sig jöfnunarmark gegn Fram í blálokin og er því aðeins með 5 stig eftir fjóra leiki.

Lið Vals var til umræðu í Þungavigtinni í gær en þar velti þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason því til að mynda upp hvort ekki þyrfti að hrófla við byrjunarliðinu, setja menn eins og Tryggva Hrafn Haraldsson og Jónatan Inga Jónsson á bekkinn um stundarsakir.

„Hvað vantar inn á völlinn? Þú ert með Adam Ægi á bekknum, Guðmundur Andri er að koma til baka. Þú ert með Lúkas Loga. Væri hugmynd að reyna að setja smá blóð á tennurnar á mönnum eins og Tryggva Hrafni og Jónatani Inga sem mér finnst persónulega ekkert hafa komið út úr?“ spurði Ríkharð.

„Ef þeir fara ekki á bekkinn eftir þennan leik þá fara þeir ekkert á bekkinn. Tryggvi Hrafn er búinn að vera ömurlegur,“ svaraði Kristján Óli Sigurðsson ómyrkur í máli.

„Hann var allt í lagi á móti FH í síðasta leik,“ skaut Mikael Nikulásson inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði að þú sért allt í lagi í fjórða hverjum leik, andskotinn hafi það, drullastu í gang. Hann klikkar á markteig, hittir ekki boltann. Svona er sumarið hjá honum búið að vera,“ sagði hann um Tryggva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“