Spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Lengjudeild kvenna var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Þar er Afrurleldingu, sem hafnaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra, spáð fyrsta sæti og ÍBV, sem féll úr Bestu deild í fyrra, spáð upp með þeim.
Nýliðum ÍA og ÍR er spáð falli.
Spáin
1. Afturelding
2. ÍBV
3. Fram
4. Grindavík
5. HK
6. FHL
7. Selfoss
8. Grótta
9. ÍA
10. ÍR