Joe Thompson fyrrum leikmaður í unglingaliði Manchester United og knattspyrnumaður hefur verið greindur með krabbamein í þriðja sinn.
Um er að ræða Hodgkins eitilfrumukrabbamein sem hann þarf nú að eiga við, það er á fjórða stigi.
Ólíkt flestum krabbameinum leggst Hodgkins gjarnan á ungt fólk og er meðalaldur við greiningu um 40 ár.
„Þetta hefur komið mjög hratt upp núna, þetta er á fjórða stigi,“ segir Thompson.
„Þetta er sama krabbamein og ég hef verið með áður, en í þetta skiptið er þetta komið í lungun. Það er erfitt að anda, það er erfitt að sofa og að tala getur reynst erfitt.“
Hann segist vita að hans tími á jörðinni komi einn daginn. „Við vitum að við fáum bara ákveðinn tíma á jörðinni, ég hugsa það bara þannig að ég nýti minn til að hafa áhrif á fólk.“
„Við förum í gegnum þetta aftur og vonandi sigrum við baráttuna, við horfum til framtíðar.“