Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik liðsins við Val á Hlíðarenda.
ÍA tapaði í fyrstu umferð 2-0 gegn Val en fengu þó sín færi og hefðu hæglega getað haldið meiri spennu í viðureigninni.
Jón var þó sáttur með frammistöðu sinna manna en færanýtingin hefði mátt vera betri eins og hann segir sjálfur.
,,Mér fannst hörku helvítis spirit í þessu hjá okkur, við áttum undir högg að sækja í leiknum á köflum en vorum aldrei líklegir til að brotna,“ sagði Jón.
,,Við vorum í brasi með að koma boltanum frá í mörkunum og fáum líka seinna markið á okkur eftir fyrirgjöf. Við náum ekki að nýta okkar færi, við fáum tvö góð færi til að jafna stöðuna í 1-1.“
,,Það vantaði extra kraftinn og extra spirit en ég hef ekkert út á mína menn að setja, það var liðsheild í þessu. Það brotnaði aldrei.“