Liverpool vann nauman 2-1 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag og er þar með komið á topp ensku deildarinnar.
Danny Welbeck kom gestunum frá Brighton yfir strax á annari mínútu með laglegu skoti eftir klaufagang í vörn Liverpool.
Heimamenn tóku fljótt öll völd á vellinum og Luis Diaz jafnaði leikinn í fyrri hálfleik.
Það var svo Mohamed Salah sem skoraði eina markið í síðari hálfleik og Liverpool komið á toppinn fyrir leik Manchester City og Arsenal í dag.
Þetta var fyrsti sigur Jurgen Klopp á Roberto de Zerbi stjóra Brighton en þetta var fimmti leikur þeirra á Englandi.