fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Þetta gæti komið í veg fyrir að Newcastle fái að semja við De Gea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David De Gea er sterklega orðaður við Newcastle þessa dagana en strangar reglur ensku úrvaldseildarinnar gætu komið í veg fyrir að félagið fái að semja við hann.

Það er staðarmiðillinn Chronicle sem fjallar um málið.

Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, verður lengi frá og skoðar félagið því að sækja markvörð.

De Gea er án félags en hann hefur verið það allt frá því samningur hans við Manchester United rann út í sumar.

Reglur úrvalsdeildarinnar segja að ekki megi gera breytingar á leikmannahópum utan félagaskiptaglugga en hann opnar í janúar.

Undantekningar eru gerðar þegar aðeins einn markvörður er til taks hjá liðum. Newcastle hefur hins vegar þá Martin Dubravka, Loris Karius og Mark Gillespie í sínum röðum.

Enska úrvalsdeildin þyrfti því að veita félaginu undanþágu til að fá De Gea.

Það þarf þó að taka annað inn í myndina. De Gea myndi til dæmis biðja um há laun og þá er eiginkona hans ekki sögð spennt fyrir því að flytja aftur til Englands.

Dubravka er án vafa aðalmarkvörður Newcastle um þessar mundir í fjarveru Pope.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes