fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Jóhann Berg tók þátt í að kynna nýjung í útsendingum sem féll afar vel í kramið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley tók þátt í því að kynna nýjung í útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í gær.

Amazon Prime á réttinn á enska boltanum í nokkur skipti yfir árið en í gær var þeirra fyrsta útsending á árinu.

Á Amazon mátti sjá leik Burnley og Wolves þar sem Jóhann Berg byrjaði á meðal varamanna.

Jóhann Berg var svo sendur inn á sem varamaður eftir rúman hálftíma og þá kom í ljós hvaða tilgangi punktarnir fyrir ofan stöðu leiksins þjónuðu.

Punktarnir voru til merkis um hversu margar skiptingar hvert lið átti eftir og þegar Jóhann Berg skokkaði inn á völlinn átti Burnley bara fjórar skiptingar eftir.

Enskum netverjum sem horfðu á leikinn fannst þetta afar skemmtileg nýjung og hafi óskað eftir því við Sky Sports að taka þetta upp en stöðin sýnir frá flestum leikjum í deildinni.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Úlfanna en Burnley eru nýliðar í deildinni og sitja í fallsæti eins og stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes