fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Blómstrar eftir að Klopp henti honum út af Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margur stuðningsmaður Liverpool er sennilega búinn að gleyma Takumi Minamino enda gerði hann lítið sem ekkert fyrir félagið innan vallar.

Minamino var keyptur til Liverpool árið 2019 en fann sig aldrei og náði ekki að festa sig í sessi hjá Jurgen Klopp.

Sumarið 2022 var hann seldur til Monaco og þar hefur Japaninn geðugi svo sannarlega blómstrað.

Minamino hefur komið að níu mörkum í 13 umferðum í Ligue 1 í Frakklandi á þessu tímabili, hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp fjögur.

Þetta er sami fjöldi marka og hann kom að hjá Liverpool í þrjú ár. Monaco situr í þriðja sæti deildarinnar í Frakklandi og er sex stigum á eftir toppliði PSG.

Liverpool gengur vel án Minamino en liðið er aftur komið í titilbaráttuna á Englandi eftir brösugt gengi á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“