Manchester United gat fengið miðjumanninn Jude Bellingham í sínar raðir fyrir um þremur árum síðan.
Þetta segir Rio Ferdinand, goðsögn félagsins, en Bellingham tók þá ákvörðun að yfirgefa Birmingham City fyrir Borussia Dortmund.
Bellingham vildi fá að vera hluti af aðalliði enska stórliðsins en félagið neitaði að gefa honum slík loforð sem varð til þess að hann endaði í Þýskalandi.
Í dag spilar Bellingham með Real Madrid og þykir vera einn allra besti ef ekki besti miðjumaður heims um þessar mundir.
,,Veistu hvað, ég hef heyrt að hann hafi viljað fá loforð um að það hann yrði hluti af aðalliðinu en United vildi ekki verða að þeirri ósk, ég heyrði þetta frá mjög góðum heimildarmanni,“ sagði Ferdinand.
,,Hann fékk ekki þá sannfæringu sem hann þurfti og ákvað að lokum að loka á þessar dyr og semja við annað félag.“
,,Það er einmitt það sem hann gerði, hann sneri við og fór í annað lið. Hann er að gera stórkostlega hluti fyrir Real Madrid og er að rífa þakið af Bernabeu.“