fbpx
Sunnudagur 19.mars 2023
433Sport

Arnar nefnir það sem hans menn þurfa að treysta á í sumar

433
Laugardaginn 18. mars 2023 17:15

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kom í settið í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.

Íslandsmótið hefst 10. apríl og er Arnar ánægður með hópinn sem hann hefur nú í höndunum enda að fá til baka menn úr löngum og erfiðum meiðslum. „Ég er gríðarlega ánægður með hópinn. Ég var það ekki í lok janúar og lét menn aðeins heyra það.

Við erum með 18 útileikmenn sem eru mjög sterkir. Við erum með lítinn hóp miðað við okkar keppinauta og þurfum að treysta á, eitthvað sem við fengum ekki í fyrra, að sleppa við meiðsli. En þessi 18 manna hópur plús 2-3 markmenn er gríðarlega öflugur.

Ég hef verið spurður hvort við séum að fara ná í einhverja leikmenn en ég lít á þetta þannig að við erum að fá til baka leikmenn úr meiðslum. Halli, Davíð Atla, Arnór Borg, Nicolaj Hansen eru að koma til baka eftir að hafa verið lítið með okkur í fyrra. Þeir plús Matti erum við eiginlega komnir með fimm nýja leikmenn.“

Hörður segir að Víkingar geti átt von á góðu sumri enda liðið sem Arnar sé búinn að smíða ansi gott. „Þeir verða þarna uppi með Blikum og ég geri ráð fyrir að Valsmenn verði þar líka. Arnar Grétarsson er byrjaður að múra fyrir markið og það verður erfitt fyrir alla að skora á þá. Þeir eru ekki búnir að fá á sig mark í Lengjubikarnum og ég held að það hafi ekki gerst áður í sögunni að lið hafi farið í gegnum riðilinn án þess að fá á sig mark. Þá eru menn að prófa sig áfram og þetta er sama stef og við sáum þegar Arnar var með KA, það er byrjað baka til.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Grátlegt jafntefli Chelsea gegn Everton

Enska úrvalsdeildin: Grátlegt jafntefli Chelsea gegn Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Liverpool hættur vegna hjartavandamála

Fyrrum leikmaður Liverpool hættur vegna hjartavandamála
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Missti vitið í beinni og yfirgaf settið eftir ummæli hans um Ödegaard – ,,Hef þurft að vinna með þessum hálfvita“

Missti vitið í beinni og yfirgaf settið eftir ummæli hans um Ödegaard – ,,Hef þurft að vinna með þessum hálfvita“
433Sport
Í gær

Zlatan hataði fjóra leikmenn og fyrrum stjarna Man Utd var ein af þeim

Zlatan hataði fjóra leikmenn og fyrrum stjarna Man Utd var ein af þeim
433Sport
Í gær

Van Dijk með skilaboð á stjórn Liverpool – ,,Þurfa að sinna sinni vinnu“

Van Dijk með skilaboð á stjórn Liverpool – ,,Þurfa að sinna sinni vinnu“
433Sport
Í gær

Vitleysan var mun meiri í gamla daga – „Það er óhætt að segja það“

Vitleysan var mun meiri í gamla daga – „Það er óhætt að segja það“