Fabrizio Romano, einn virtasti félagaskiptafræðingur heims, hefur staðfest tíðindin um að Dagur Dan Þórhallsson sé á leið til Orlando City í MLS-deildinni.
Fyrst var greint frá þessu í Dr. Football og nú virðast skiptin ætla að ganga í gegn.
Dagur var frábær fyrir Íslandsmeistara Blika síðasta sumar. Hann skoraði til að mynda níu mörk í 25 leikjum í Bestu deildinni.
Nú tekur hann skrefið erlendis á ný, en hann hefur áður verið í atvinnumennsku í Noregi.
Dagur kom upp í gegnum yngri flokka Hauka og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með félaginu.
Kappinn hefur einnig leikið með Fylki og Keflavík hér heima, auk Breiðabliks.
Tímabilið í MLS-deildinni hefst á ný í lok febrúar.
Orlando City are set to complete and seal two signings: Ramiro Enrique from Banfield andd Dagur Dan Thórhallsson, Iceland national team midfielder. 🟣✍🏻 #MLS
Official statement expected soon. pic.twitter.com/KMCFNY4p1X
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 23, 2023