fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

KSÍ skoðar veðmál Sigurðar sem á að hafa veðjað á eigin leiki – Erlent fyrirtæki hafði samband

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fer nú yfir greinargerð frá Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ er varðar yfir 100 veðmál, Sigurðar Gísla Snorrasonar á knattspyrnuleiki síðasta sumar. Heimildin fjallar um málið á vef sínum.

Þar segir að Sigurður Gísli sem lék 21 leik með Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta ári hafi veðjað í yfir 100 skipti. Kemur þetta fram í gögnum sem veðmálafyrirtækið, Pinnacle sendi á KSÍ.

Heimildin fjallar mjög ítarlega um málið og segir að Sigurður. „Virðist hafa þverbrotið reglur sambandsins hvað þetta varðar.“

Fram kemur að Sigurður hafi í nokkur skipti veðjað á leiki Aftureldingar en aldrei á liðið sitt myndi tapa, voru veðmálin heild fimm en Sigurður lék fjóra af þeim leikjum.

„Gögnin sem Pinnacle sendi KSÍ sýna hundruð veðmála þessa einstaklings á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokka karla og kvenna, í bikarkeppnum meistaraflokka karla og kvenna, og í 2. flokki. Mikill fjöldi veðmála er á leiki hjá ákveðnum félögum (Afturelding, ÍH, Augnablik, Dalvík/Reynir) en heilt yfir er nokkuð mikil dreifing og ekki hægt að koma auga á sérstakt mynstur annað en það sem er hér að framan. Þó er rétt að nefna 12 veðmál á stakan leik (Ísbjörninn – Hvíti riddarinn í 4. deild karla, tapað veðmál) og 10 veðmál á annan stakan leik (Dalvík/Reynir – Vængir Júpíters í 3. deild karla, unnið veðmál),“ segir í greinargerðinni frá Klöru Bjartmarz og Heimdilin birtir.

Málið er nú á borði KSÍ sem rannskar málið en Sigurður vildi ekki tjá sig um málið við Heimildina en hann er nú skráður leikmaður KFK sem leikur í fjórðu deildinni.

Svona mál hefur aldrei komið upp á Íslandi en í Bretlandi hafa leikmenn oftar en ekki fengið langt bann fyrir svona athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu