Richarlison leikmaður Everton skellti sér á Twitter rétt tæplega tvö í nótt og hraunaði yfir Jamie Carragher sérfræðing Sky Sports.
Everton vann magnaðan 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn þýðir að Everton leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að hafa verið í bullandi fallbaráttu meirihluta tímabils.
Fyrir mánuði síðan gagnrýndi Carragher það hvernig Richarlison spilaði. „Stattu upp, ég horfi á hann spila svona í hverri viku. Á lappir með þig, hann hefur farið þrisvar niður en það er ekkert að honum,“ sagði Carrahger eftir sigur Liverpool á Everton.
@Carra23 wash your mouth before you talk about me and everton and I don't respect you 💩
— Richarlison Andrade (@richarlison97) May 20, 2022
„Þvoðu á þér munninn Carragher áður en þú talar um mig og Everton. Ég ber enga virðingu fyrir þér,“ sagði Richarlison um fyrrum leikmann Liverpool og léta kúka tjákn fylgja með.