fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Karólína Lea fær góð ráð frá pabba – ,,Hann hefur passað sig meira eftir að ég fór út að vera bara jákvæði kallinn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 20:00

Mynd: Bayern Munchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, var í viðtali í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut á föstudag. Hún er nú stödd með landsliðinu í Kaliforníu þar sem það tekur þátt í SheBelieves Cup.

,,Mér líst bara mjög vel á þetta. Það er skemmtilegt að koma á mót og líka skemmtilegt að koma til Bandaríkjanna. Maður kemur ekki oft þangað,“ sagði Karólína, aðspurð hvernig mótið lægist í hana.

,,Það er alltaf jafnskemmtilegt að koma í landsleiki. Þegar maður er að spila úti er þetta eins og að koma í smá frí, að geta talað íslensku og verið í umhverfi sem manni líður mjög vel í.“

Karólína var í litlu hlutverki hjá stórliði og Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen á síðustu leiktíð. Mínúturnar eru hins vegar að færast í aukanna. ,,Í fyrra var ég að fá lítinn sem engan tíma. Nú hefur hópurinn aðeins minnkað sem hefur hentað mér mjög vel. Ég er líka með meira sjálfstraust og er að fá meira traust núna.“

video
play-sharp-fill

Faðir Karólínu er Vilhjálmur Kári Haraldsson, knattspyrnustjóri og fyrrum leikmaður. Hún fær góð ráð frá honum. ,,Nú hringi ég yfirleitt eftir leik. Þetta er núna yfirleitt bara pepp frá honum, ég fæ næga gagnrýni hérna úti. Hann hefur passað sig meira eftir að ég fór út að vera bara jákvæði kallinn“ sagði Karólína og nefndi að heima á Íslandi hafi hann frekar farið yfir það sem hefði betur mátt fara eftir leiki.

Karólína kann vel við sig í Munchen. Þar leikur hún með Glódísi Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. ,,Mér líður bara mjög vel. Mér líður bara eins og ég sé að koma heim þegar ég fer þangað (til Munchen). Glódís er alveg magnaður íþróttamaður. Það er ekkert smá gaman að hafa hana í sínu liði og læra af henni.“

En hvernig gengur að læra þýsku? ,,Ég mætti alveg vera betri. Ég svosem skil alveg allt, þarf bara að tala meira.“

Bayern mætir Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í næsta mánuði. Leikið verður á Allianz-arena, leikvanginum sem karlalið Bayern notar almennt. ,,Þetta er ekkert smá spennandi. Ég hef farið að horfa á nokkra leiki og það er svo geggjað andrúmsloft þarna. Vonandi koma sem flestir og vonandi fáum við einhverja íslenska stuðningsmenn líka.“

Hvað SheBelieves Cup varðar er Karólína spenntust fyrir því að leika gegn Bandaríkjunum. ,,Það verður extra skemmtilegt að spila á móti Bandaríkjunum. Eru þessi aðdáendur hérna ekki smá sérstakir?“ 

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París
Hide picture