fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Lögregluskýrsla um atvik Kolbeins birt – Engir sjáanlegir áverkar á Þórhildi

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. september 2021 21:39

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óvissa í Laugardal. Merkilegt hve Stígamót hafa valdið mikilli óvissu hjá landsliði karla í knattspyrnu. Landsliðinu tókst þó að landa stigi í öðrum leik eftir að lömuð stjórn KSÍ taldi rétt að fulltrúar Stígamóta kæmu að vali landsliðsmanna en ekki þjálfarar þess,“ skrifar lögmaðurinn Sigurður G Guðjónsson á Facebook síðu sinni í kvöld.

Með færslu sinni birtir Sigurður lögregluskýrslu sem tekin var af Þórhildi Gyðu Arnardóttur árið 2017 eftir að hún lagði fram kæru á Kolbein Sigþórsson, framherja íslenska landsliðsins. Málið hefur verið rakið í fjölmiðlum síðustu daga, Þórhildur sakar Kolbein um kynferðislega áreitni og líkamsárás en landsliðsmaðurinn neitar sök í málinu.

Í gær birti lögmaður Kolbeins tölvupóst ur málinu – Lesa má allt um það hérna

Í skýrslunum sem Sigurður birtir eru ítarleg samtöl við Þórhildi. „Fékkstu einhverja áverka,“ spyr lögreglufulltrúinn Þórhildi.

„Enga sýnilega en ég fór svo upp á slysó á sunnudaginn og þá sagði hann að ég væri með óvenjulega miklar bólgur í hnakkaskýlinu eða svona punktarnir sem eru hérna sem gæti lýst því að það hafi þrengt að,“ segir Þórhildur við lögregluna árið 2017. Í samtali við RÚV sagðist Þórhildur hafa verið með áverka í 2-3 vikur.

Þegar kæran var svo afturkölluð er haft eftir Þórhildi. „Þórhildur sagði að engum þrýstingi hafi verið beitt á sig á neinum tímapunkti. Hún sagði hann ekki hafa dregið orð þeirra í efa en að hann hafi ekki munað eftir umræddu kvöldi,“ er sagt í skýrslu lögreglu.

Sigurður G heldur svo áfram og segir að Stígamót hafi fengið að velja landsliðið til þess að þóknast Þórhildi. „Stígamót völdu lið til að þóknast konu sem sakað hafði landsliðsmann um ofbeldi aðfaranótt laugardags um miðja september 2017, en gert við hann sátt í maí 2018 og fengið bætur sér til handa og fé í sjóði Stígamóta. Af einhverjum óljósum ástæðum fór konan ekki strax til læknis eftir hina meinta ofbeldi, sem ekki átti að hafa verið lítið, heldur lét læknisheimssókn bíða til sunnudagskvölds,“ skrifar Sigurður.

Sigurður segir að læknirinn hafi ekki fundið mikla áverka og segir. „Læknirinn virðist ekki hafa séð eða fundið mikla áverka, ef marka má skýrslu konunnar hjá lögreglu eftir hún hafði lagt fram kæru. Nokkrum kvöldum áður hafði kona þessi að sögn farið í sleik við suger daddy á sama aldri og pabbi hennar og addað 17 ára strák á snap. Því miður hafði hún ekki verið læst inni í kjölfar þessara afreka eins og ákall hennar stóð þó til. Innilokun konunnar virðist hafa verið nauðsynleg heilsu hennar vegna sé tekið mið af tísti sem hún birti um fjölda kviðmága og – mágkvenna í september 2017,“ skrifar Sigurður um Þórhildi.

Mikið hefur verið talað um klefakúltúr landsliðsmanna en Sigurður segir. „Kannski enduspegla tíst hennar frá september 2017 klefakúltúr hennar og núverandi lagskvenna hjá Stígamótum. Þau ágætu samtök virðast nú vera að tapa trúverðugleika vegna kenninga öfgvafullrar umræðu kynjafræðings um karlmenn og fullyrðinga um nauðgunarmenningu meðal knattspyrnumanna.
Konan var ekki ósátt eftir að hafa fengið bætur sem námu margfaldri fjárhæð miskabóta sem dómstólar dæma nái mál eins og mál konunnar svo langt. Og pabbi hennar lét KSÍ vita um lyktir máls og um þær skyldi trúnaður ríkja. Þegar forseti KSÍ rauf ekki þann trúnað varð fjandinn laus,“ skrifar Sigurður en komið hefur fram að faðir Þórhildar bað Guðna Bergsson, þá formann KSÍ að halda algjörum trúnaði um málið.

Sigurður skrifar svo um þá staðreynd að faðir Þórhildar hafði samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands vegna málsins. „Faðir konunnar setur sig í samband við forsetann eftir áramót 2018 og segist ómögulega geta farið á vináttulandsleik vestur í Ameríku því í liði Íslands sé maður sem beitt hafi dóttur hans ofbeldi. Forsetinn lofar að taka þessi vandræði föðurins upp við nafna sinn forseta KSÍ. Forsetinn virðist ekki hafa kynnt sér sakargiftir eða spurt hvort málið hafi verið kært til lögreglu og væri til rannsóknar. Stóð hins vegar við það loforð að tala máli föðurins við KSÍ sem ekki fer með neitt rannsóknar- eða dómsvald í ofbeldismálum utan vallar,“ skrifar Sigurður G.

Sigurður segir að Þórhildur og Stígamót séu að gera atlögu að Kolbeini Sigþórsson og skrifar. „Þegar atlaga konunnar og Stígamóta að landsliðsmanninum hafði leitt til útskúfunar hans úr landsliðinu nú í lok ágúst birtist forsetinn í fréttatíma Ríkissjónvarpsins og fer að tala um að þeir sem kæmu fram fyrir hönd þjóðarinnar mættu ekki haga sér eins og fávitar. RÚV, sem þekkt er fyrir pólitískan málfarsrétttrúnað, hlýtur að biðja þroskahefta afsökunar á þessu orðfæri forsetans, þó ekki væri nema vegna þess að löggjafinn, sem forsetinn hefur á sinni hendi ásamt Alþingi, hefur verið að reyna að útrýma orðinu fáviti úr íslensku lagamáli vegna alþjóðlegra skuldbindinga ríkisins og virðingar við þá sem víkja frá þeim normum sem samfélagið setur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?