fbpx
Fimmtudagur 05.ágúst 2021
433Sport

Solskjær reiður út í Gary Neville – Telur hann bera ábyrgð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United og þjálfaralið hans er verulega ósátt með Gary Neville fyrrum fyrirliða félagsins og þáttöku hans í mótmælum sem eiga sér stað í garð Glazer fjölskyldunnar sem á United. Stuðningsmenn Manchester United ætlar sér að halda áfram að mótmæla kröftulega fyrir utan heimavöll félagsins þegar heimaleikir félagsins fara fram.

Mikil mótmæli stuðningsmanna Manchester United fyrir utan heimavöll liðsins, Old Trafford um helgina, urðu til þess að leik United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var frestað.

Mikill fjöldi stuðningsmanna Manchester United safnaðist saman og ruddi sér leið inn á völlinn, braut og bramlaði, með fyrrgreindum afleiðingum. Ástæða mótmælanna var sú að stuðningsmennirnir vilja að Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United, selji félagið.

Gary Neville hefur látið Glazer fjölskylduna heyra það á Sky Sports og telur Solskjær að Neville beri ábyrgð á þessu hversu mikill hiti er í fólki.

Neville hrósaði fólkinu sem braut sér leið inn á Old Trafford og lét í sér heyra, Solskjær telur að ef Neville heldur áfram að ráðast á Glazer fjölskylduna þá gæti allt orðið vitlaust næstu vikurnar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt

Aston Villa hefur valið arftaka Grealish – Mun reynast dýrt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds

Sjáðu markið: Kristian Nökkvi skoraði fyrir aðallið Ajax gegn Leeds
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku

Chelsea tilbúið að losa sig við ellefu leikmenn til að auðvelda kaupin á Lukaku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd

Virtur blaðamaður staðfestir áhuga Man Utd