fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Arnar staðfestir að Davíð Snorri sé að taka við starfi hans hjá KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 14:02

Davíð Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson fyrrum þjálfari U21 árs landsliðs karla og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ hefur staðfest að Davíð Snorri Jónassson sé að taka við U21 árs landsliði karla.

Arnar lét af störfum sem þjálfari U21 árs landsliðsins í desember til að taka við A-landsliði karla.

„Ég er alveg pottþéttur á því, það er ætlunin að ráða Davíð Snorra inn. Það er verið að reyna að klára því, ég er klár í að hann geri þetta frábærlega,“ sagði Arnar í Dr. Football í dag en liðið er á leið í lokamót U21 árs landsliðsins.

Davíð Snorri hefur verið þjálfari U17 ára landsliðs karla síðustu ár en áður var hann þjálfari Leiknis og aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Ólafur Ingi Skúlason mun taka við U19 ára liði karla og U15 ára liði kvenna en KSÍ þarf svo að finna þjálfara í U17 ára lið karla fyrir Davíð Snorra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aubameyang lagður inn á spítala eftir að hafa greinst með malaríu

Aubameyang lagður inn á spítala eftir að hafa greinst með malaríu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins

Stólpagrín gert að Tottenham sem kynnti til leiks nýjan styrktaraðila sem gerir mikið úr titlaleysi félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp pressar á Van Dijk að fara ekki á EM í sumar

Klopp pressar á Van Dijk að fara ekki á EM í sumar
433Sport
Í gær

Arnar fagnar auknu starfsöryggi: „Ég má nánast gera það sem ég vil hérna“

Arnar fagnar auknu starfsöryggi: „Ég má nánast gera það sem ég vil hérna“
433Sport
Í gær

Kórdrengir brutu reglur um sóttkví í Reykjavík – Lögreglan hafði afskipti af þeim

Kórdrengir brutu reglur um sóttkví í Reykjavík – Lögreglan hafði afskipti af þeim
433Sport
Í gær

Margir Íslendingar reiðir eftir gærkvöldið: Skorar á Sóla Hólm – Af hverju var hann að reima skóna?

Margir Íslendingar reiðir eftir gærkvöldið: Skorar á Sóla Hólm – Af hverju var hann að reima skóna?