Miðjumaður Barcelona, Philippe Coutinho, gekkst undir aðgerð á hné og talið er að hann verði frá í þrjá mánuði. Coutinho meiddist á þriðjudaginn í 1-1 jafntefli við Eibar. Coutinho hefur komið við sögu í 14 leikjum hjá Barcelona á tímabilinu.
Aðgerðin var gerð á vinstra hné og samkvæmt yfirlýsingu frá Barcelona gekk hún vel
Coutinho bætist á meiðslalistann þar sem fyrir eru þeir Ansu Fati og Gerard Pique sem einnig eru meiddir á hné.
Barcelona er í sjötta sæti í spænsku deildinni með 25 stig.