Önnur umferð í bikarkeppni kvenna á Englandi átti að fara fram í dag. Öllum leikjum nema einum hefur verið frestað vegna COVID-19.
Eini leikurinn sem fram fer er leikur Liverpool Feds gegn Huddersfield Town sem hefst klukkan 15:00. Nýjar dagsetningar á hinum leikjunum verða gefnar út eins fljótt og hægt er.
Manchester City eru ríkjandi meistarar eftir 1-3 sigur gegn Everton í úrslitaleik sem fram fór 1. nóvember.