Tottenham sigraði Leeds með þremur mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Son skoraði annað mark Tottenham eftir stoðsendingu frá Harry Kane.
Markið var það þrettánda sem þeir hafa skorað saman á tímabilinu. Þar með jöfnuðu þeir met Alan Shearer og Chris Sutton. Þeir skoruðu saman 13 mörk á tímabilinu 1994-1995 með Blackburn.
Nú eru 22 leikir eftir af ensku deildinni og því miklar líkur á því að þessi ótrúlegi dúett slái metið á tímabilinu.
Mark Son í leiknum var einnig hans hundaraðasta fyrir Tottenham.
Harry Kane er nú einni stoðsendingu frá því að slá metið yfir flestar stoðsendingar sem einn leikmaður leggur upp fyrir annan í deildinni. Kane hefur lagt upp níu mörk fyrir Son á tímabilinu.
Félagarnir eru einnig aðeins fimm mörkum frá því að slá metið yfir heildarmörk sem tveir leikmenn hafa skorað saman. Didier Drogba og Frank Lampard eiga metið. Þeir skoruðu 36 mörk saman á ferli sínum með Chelsea. Harry Kane og Son Heung-min hafa skorað samtals 32 mörk saman fyrir Tottenham.