Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Val. Sísí, eins og hún er kölluð, kemur til félagsins frá FH.
Sísí, sem er uppalin hjá ÍBV, gekk til liðs við FH fyrir síðasta tímabil. Hún hefur einnig spilað fyrir Lilleström í Noregi.
Sísí hefur spilað 201 leik á Íslandi og skorað í þeim 32 mörk. Hún hefur einnig spilað 20 A-landsleiki. Sísí spilaði 16 leiki í Pepsi Max deildinni með FH síðastliðið sumar.
Valur endaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð á meðan FH féll.
View this post on Instagram