Olivier Giroud, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, endar árið 2020 með besta markahlutfall allra í deildinni.
„Mér er sagt að ég skori á 63. mínútna fresti. Ég er mjög ánægður með þessar tölur. Ég er hamingjusamastur þegar ég er á vellinum,“ sagði Giroud við Sky Sports.
Giroud skorar iðulega með fyrstu snertingu og með hlaupi á nærstöngina. „Ég held að það sé eitt að vita af gæðum mótherja þinna en að stöðva þá er annað mál.“
Giroud segir að hraði hafi aldrei verið styrkleiki sinn. Hann segir að svo lengi sem hann finni svæðið til að hlaupa í á undan varnarmanni muni hann halda áfram að skora.
„Ef þú vilt losna frá varnarmanni sem framherji þarftu að taka eitt hlaup og svo annað. Þú þykist ætla að fara á fjærstöngina en ferð svo á nær. Þetta snýst allt um hreyfinguna til að losna frá varnarmanninum til að fá boltann.“
Giroud segir ekkert vera tilviljun þegar kemur að markaskorun. „Þú heldur alltaf í trúna. Það er einn aðal eiginleiki framherja. Þú hættir aldrei og þú trúir alltaf að þú skorir jafnvel þó að þú klúðrir fyrsta eða öðru skotinu.“
Giroud er hrifinn af því að hlaupa á nærstöngina vegna þess að ef þú ert á undan varnarmanninum þá áttu að klára færið og koma markmanninum á óvart. „Sem framherji þarftu stundum að taka hlaupið á nærsvæðið til að draga varnarmann með þér til að opna svæði fyrir aftan. Ég vinn mikið í þessu á æfingum.“
Giroud er með einföld skilaboð til kantamannanna og bakvarðanna. „Ég bið þá um að koma með fyrirgjöfina snemma og ekki bíða of lengi. Það þarf ekki að fara upp að endalínu áður en fyrirgjöfin kemur.“
Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig. Þeir spila gegn Manchester City á morgun klukkan 16:30.