Pepsi Max-deild karla hefst á laugardag þegar stórveldin Valur og KR eigast við. Mikil spenna er fyrir deildinni en deildin hefst tæpum tveimur mánuðum síðar en áætlað var vegna kórónuveirunnar.
Eins og venjan er þá spá menn og spekúlera í deildinni áður en hún hefst og hér að neðan er spá 433.is fyrir Pepsi Max-deild karla.
Eftir að hafa horft upp á algjört hrun á Hlíðarenda á síðustu leiktíð er hugur í leikmannahópi Vals að snúa við liðinu. Enginn getur útskýrt hvers vegna spilaborg Vals hrundi á einni nóttu í fyrra, liðið sem hafði unnið fjóra titla á fjórum árum varð sér til skammar. Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að láta Ólaf Jóhannsson fara úr brúnni og ráða til starfa lærlinginn hans, Heimi Guðjónsson. Heimir var í tveggja ára útlegð í Færeyjum eftir að hafa verið rekinn frá FH nokkuð óvænt haustið 2017. Hann veit hvað þarf til að vinna efstu deild á Íslandi, hann hefur unnið hana átta sinnum og sex af þeim hafa komið sem þjálfari. Með tvo landsliðsmenn í sínum röðum og einn dýrasta leikmannahópinn getur Valur ekki sætt sig við neitt annað en að berjast um titlana sem tvo í boði eru. Valsmenn eru með gríðarlega breidd í öllum stöðum fyrir utan fremstu víglínu, þar er að öllum líkindum besti framherji deildarinnar Patrick Pedersen. Meiðist hann gæti liðið lent í vandræðum en Patrick hefur skorað 60 mörk í 100 leikjum fyrir Val í deildar og bikarkeppni.
Komnir:
Aron Bjarnason
Magnús Egilsson
Birkir Heimisson
Farnir:
Garðar Bergmann Gunnlaugsson
Sindri Björnsson
Anton Ari Einarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson
Emil Lyng til Middelfart
Nýr þjálfari er við stýrið í Kópavoginum, miklar breytingar eru í áherslum Breiðabliks með komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Liðið er vel mannað og líklega aðeins Valur sem getur keppt við þá breidd sem Breiðablik hefur. Leikstíll Breiðabliks gæti orðið helsti styrkleiki liðsins en á sama tíma mesti veikleiki liðsins. Liðið er mjög vel mannað framarlega á vellinum þar sem Thomas Mikkelsen og Höskuldur Gunnlaugsson eru lykilmenn í að skora og skapa mörk. Hafa mikla breidd á miðsvæðinu. Óskar hefur daðrað við það að spila 3-5-2 kerfið en virðist farinn að skoða þann kost að spila með fjögurra manna varnarlínu.
Komnir:
Kristinn Steindórsson
Oliver Sigurjónsson
Róbert Orri Þorkelsson
Anton Ari Einarsson
Brynjar Atli Bragason
Farnir:
Ólafur Íshólm Ólafsson
Þórir Guðjónsson
Alfons Sampsted
Guðmundur Böðvar Guðjónsson
Íslandsmeistararnir frá því í fyrra hafa lítið styrkt lið sitt í vetur og breiddin í leikmannahópnum gæti verið of lítið þegar þétt verður spilað um miðbik mótsins. Þó Rúnar Kristinsson sé kraftaverkamaður þá er óvíst hvort honum takist að vinna deildina tvö ár í röð með þetta KR lið. Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason eru á 36 aldursári og þurfa að draga vagninn áfram, Emil Ásmundsson átti að auka breiddina á miðsvæðinu en meiddist í vetur og verður ekkert með. Varnarleikur liðsins var helsti styrkleiki liðsins í fyrra og verður að halda áfram ef liðið ætlar sér að gera atlögu að þeim stóra á nýjan leik.
Komnir:
Emil Ásmundsson
Guðjón Orri Sigurjónsson
Farnir:
Sindri Snær Jensson
Skúli Jón Friðgeirsson
Eftir öll lætin í kringum FH í fyrra virðist félagið á betri stað í dag, meiri ró er í kringum félagið og fjármálin virðast í lagi. Það eru hins vegar stór högg í leikmannahópi FH þar sem Davíð Þór Viðarsson er hættur og Brandur Olsen fór til Svíþjóðar. FH hefur fengið nokkra styrkingu í vetur en leikmannahópur félagsins virðist helst til of þunnur. Morten Beck Andersen er með frá byrjun en hann reyndist FH frábærlega þegar hann kom um mitt síðasta tímabil. Haldist hann heill og Björn Daníel Sverrisson og Steven Lennon finna taktinn er liðið til alls líklegt.
Komnir:
Hörður Ingi Gunnarsson
Baldur Sigurðsson
Daníel Hafsteinsson
Farnir:
Halldór Orri Björnsson
Kristinn Steindórsson
Jakup Thomsen
Vignir Jóhannesson
Brandur Olsen
Cedric D´Ulivo
Davíð Þór Viðarsson
Leikmannahópur liðsins hefur lítið breyst á milli ára en Rúnar Páll Sigmundsson telur Stjörnuna vera tilbúna til að vinna Pepsi Max-deildina í ár. Mesta breytingin er á hliðarlínunni eins og fjallað hefur verið um þar sem Ólafur Jóhannesson er mættur við stýrið með Rúnari. Samstarf þeirra hefur farið vel af stað en nú reynir á hvernig það er að vera með tvo stóra karaktera að stýra sama liðinu. Til að Stjarnan geti átt veika von á titlinum má Hilmar Árni Halldórsson ekki meiðast og Guðjón Baldvinsson þarf að haldast heill og skila um og yfir tíu mörkum.
Komnir:
Vignir Jóhannesson
Emil Atlason
Halldór Orri Björnsson
Farnir:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Ásgeir Þór Magnússon
Baldur Sigurðsson
Nimo Gribenco
Í fyrsta sinn í mörg ár telja Víkingar sig vera með lið til að berjast á toppi deildarinnar, sumir Víkingar telja liðið einfaldlega það gott að liðið á að geta orðið Íslandsmeistari. Arnar Gunnlaugsson er á leið inn í sitt annað tímabil og eftir bikarmeistaratitil í fyrra eru kröfurnar miklar. Liðið hefur bætt við sig Ingvari Jónssyni í markið en mikill missir er í Guðmundi Andra Tryggvasyni. Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson eru með frá byrjun og það munar um minna. Til að Víkingur geti barist á toppnum þarf Óttar Magnús hjálp frá kantmönnum liðsins.
Komnir:
Ingvar Jónsson
Kristall Máni Ingason
Atli Barkason
Helgi Guðjónsson
Farnir:
Kwame Quee
Rick Ten Voorde
Guðmundur Andri Tryggvason
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Gunnlaugur Hlynur Birgisson
Meiðsli lykilmanna hjá KA hafa gert liðinu erfitt fyrir síðustu ár og það heldur áfram. Elfar Árni Aðalsteinsson verður ekkert með á þessu tímabili og munar um minna. Ásgeir Sigurgeirsson er með á nýjan leik og á að bera upp sóknarlínuna með Guðmundi Steini Hafsteinssyni sem kom til félagsins í vikunni. Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson eru reyndir varnarmenn sem þurfa að halda heilsu. Þunnskipaður hópur en hafa sterkt byrjunarlið sem getur strítt bestu liðum landsins.
Komnir:
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Rodrigo Gomes Mateo
Sveinn Margeir Hauksson
Gunnar Örvar Stefánsson
Jibril Abubakar
Mikkel Qvist
Farnir:
Callum Williams
Daniel Cuerva
Ólafur Aron Pétursson
Iosu Villar
Torfi Tímóteus Gunnarsson
Alexander Groven
Nýtt þjálfarateymi þar sem Atli Sveinn Þórarinsson ræður ríkjum með Ólaf Stígsson og Ólaf Inga Skúlason til aðstoðar. Liðið hefur misst tvo lykilmenn í Ara Leifssyni og Emil Ásmundssyni. Allar líkur eru á að Geoffrey Castillion komi aftur til félagsins og munar um minna enda einn besti leikmaður liðsins í fyrra. Mikið mæðir á Ólafi Inga og Helga Val Daníelssyni á miðsvæðinu en þeir eru ekkert að yngjast. Erfitt er að lesa í lið Fylkis en árangur liðsins getur farið í báðar áttir.
Komnir:
Arnór Gauti Jónsson
Arnar Darri Pétursson
Djair Parfitt-Williams
Þórður Gunnar Hafþórsson
Farnir:
Ari Leifsson
Emil Ásmundsson
Stefán Logi Magnússon
Annað tímabil í efstu deild getur verið erfitt og HK hefur ekki styrkt lið sitt. Liðið gerði vel í fyrra, liðið spilaði agaðan varnarleik en áfram virðist sóknarleikurinn verða helsti veikleiki liðsins. Brynjar Björn Gunnarsson hefur náð frábærum árangri með HK og hefur náð að sníða stakk eftir vexti. Heimavöllur liðsins, Kórinn þarf að gefa vel í sumar svo ekki fari illa.
Komnir:
Ari Sigurpálsson
Farnir:
Brynjar Jónasson
Emil Atlason
Máni Austmann Hilmarsson
Andri Jónasson.
Björn Berg Bryde
Umræðan um ÍA í vetur hefur einungis snúist um slæma fjárhagsstöðu félagsins, knattspyrnudeildin var rekinn með 60 milljóna króna tapi í fyrra. Liðið mætir veikara til leiks í fyrra ef leikmannahópurinn er skoðaður og úrslitin í vetur hafa ekki gefið góð fyrirheit. Jóhannes Karl Guðjónsson þarf að berja leikmannahópinn saman og láta hann ekki hugsa um vandræðin utan vallar en erfiðlega hefur gengið að greiða leikmönnum ÍA laun á þessu ár.
Komnir:
Leó Reynisson
Farnir:
Hörður Ingi Gunnarsson
Albert Hafsteinsson
Arnór Snær Guðmundsson
Dino Hodzic
Einar Logi Einarsson
Gonzalo Zamorano
Fyrsta lið í sögu efstu deildar í ansi mörg ár sem borgar engum leikmanni föst laun, hugmyndafræði sem heillar marga en óvissa ríkir um hvernig það heppnast. Ágúst Gylfason tók við liðinu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við starfi hans í Kópavogi. Ágúst þarf að framkvæma kraftaverk til að halda Gróttu uppi en liðið gæti farið langt á stemmingu.
Komnir:
Ástjörn Þórðarson
Ágúst Freyr Hallsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Farnir:
Orri Steinn Óskarsson
Fréttirnar af Fjölni fyrir mót eru þær að liðið hefur misst þrjá mikilvægustu leikmenn sína frá tímabilinu í 1. deild í fyrra. Fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að hoppa frá borði rétt fyrir mót en fyrr í vetur voru Albert Brynjar Ingason og Rasmus Christiansen farnir. Mikið högg fyrir Fjölni og óvíst hver getur skorað mörk fyrir liðið og hvernig varnarleikurinn verður nú þegar Bergsveinn og Rasmus eru ekki.
Komnir:
Grétar Snær Gunnarsson
Farnir:
Bergsveinn Ólafsson
Albert Brynjar Ingason
Rasmus Christiansen