fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Kristján Óli um brotið á samkomubanni: „Þetta er eins heimskulegt og það gerist“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 18:00

© 365 ehf / Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar reglur um samkomubann tóku gildi í dag og nú eru íþróttaæfingar utan dyra leyfðar, í meistaraflokki geta sjö leikmenn verið saman í hóp. Síðustu vikur hafa allar æfingar verið bannaðar.

Nokkuð hefur verið um ábendingar þess efnis að félög hafi ekki virt þessar reglur á meðan æfingar voru bannaðar. Þannig herma heimildir 433.is að alla veganna eitt félag í efstu deild karla í knattspyrnu hafi fengið aðvörun frá Almannavörnum, fyrir að brjóta þessar reglur á meðan samkomubannið var í gangi.

Um helgina birtist svo frétt á Stöð2 þar sem leikmenn Vals voru mættir til æfingar, fimm leikmenn voru mættir í hlaupapróf ásamt Srdjan Tufegdzic aðstoðarþjálfara liðsins. Skipulögð æfing er skýrt brot á reglunum sem voru í gildi.

Meira:
Brot á samkomubanni í beinni útsendingu á Hlíðarenda

Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. „Þeir eru búnir að vera að þessu reglulega síðustu vikur en ekki fyrir framan myndavélar eins og í gær,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins.

Hjörvar Hafliðason.

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins var ekki að átta sig á þessu. „Hvernig datt þeim það í hug?,“ sagði Hjörvar

Kristján var fljótur til svars. ,,Það má guð vita, þetta er eins heimskulegt og það gerist. Það voru reglur, æfingar voru bannaðar. Ég skil ekki hvað Valsmenn voru að spá. Þetta er brot og ég vil fá sekt á þetta.“

Mikael Nikulásson áttar sig ekki á því hvað Valsmenn voru að spá. ,,Ég áttaði mig ekki á þessu, svo er maður að heyra að fleiri lið hafi verið að æfa á fullu. Ég hef ekkert á móti Val, ég átta mig ekki á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur